sunnudagur, 15. febrúar 2015

miðvikudagur, 28. janúar 2015

Skartgripagerð

Jæja þá er maður bùinn að sitja og föndra hálsmen og eyrnalokka í allt kvöld bara nokkuð sátt með kvöldið finnst þetta svo yndislega gaman .Ætla mér nù að reyna selja eitthvað af þessu skarti ì framtìðinni er mjög ánægð með skartgripina sem èg hef gert ì gegnum árin og ansi margir hafa fengið skartgripi ì afmælispakkanum frá mér . Ég nota eingöngu ofnæmisfrìtt læknastál og ofnæmisfrìann vìr .Það er stundum ágætt að hvíla prjónana eitt og eitt kvöld gòða nótt kæru vinir

miðvikudagur, 21. janúar 2015

Þessi datt af prjónunum núna rétt í þessu úr tvöföldu alpakka hrikalega mjúk og góð .

þriðjudagur, 20. janúar 2015

20 Janúar

Góða kvöldið búin að prjóna alveg helling undanfarið, nú höfum við mamma áhveðið að reyna selja eitthvað af prjónavörunum sjálfar í gegnum facebook og auglýsa sjálfar hér og þar og kanski kíkja í kolaportið með prjónadótið , vonandi gengur það bara vel er orðin dauðþreytt á að prjóna alltaf handa handprjónasambandinu og láta þær græða á mér . Nú er kaðlahúfa á prjónunum bara gaman að prjóna það sem manni langar til . Prjónaði þessa kaðlahúfu um daginn á stelpuna hún er í skýjunum  með hana hún var líka alveg gerð eftir pöntun .

sunnudagur, 11. janúar 2015

Peysa 2 á þessu ári

Jæja þá er önnur peysan á þessu ári klár og bùið að prjòna stroff á næstu ég er komin með 4 peysur til að skila ì janùar en það opnar ekki fyrr en 19 janùar þannig bìst við að skila 5 peysum þá . Bùinn að gera eitthvað lìtið annað ì handavinnu sìðusu daga bara prjònað lopapeysur

sunnudagur, 4. janúar 2015

Fyrsta lopapeysan á árinu klár

Jæja bùin að sitja við lopapeysuprjòn ì kvöld og fyrsta peysan á árinu klár þá er bara fitja upp á næstu hùn á vìst að vera eins svaka tilbreyting eða þannig er bùinn að prjóna þessa gerð ì marga mánuði finnst það bara voða þægilegt kann munstrið utanaf. Bùinn að eiga voða kòsý dag byrjaði daginn á ræktinni það er mitt nýja hobby ætla vera mikið ì ræktinni þetta árið finnst það voða gaman vona bara skrokkurinn hagi sér vel svo ég nái að stunda hana eins og èg vil ,þessi gigt getur verið ansi leiðinleg og bakið ekki gott heldur en vonandi verð èg bara betri við hreyfinguna reyni að ofgera mér ekki en er með grìðarlega mikið keppnisskap sem kemur mér oft ì klandur geri oft meira en æskilegt þykir. Jæja best að fitja upp á næstu lobbu hafiði það gott kæru þið knùs ì hùs

laugardagur, 3. janúar 2015